Skip to content

Latest commit

 

History

History
245 lines (161 loc) · 5.37 KB

01.1.kynning.md

File metadata and controls

245 lines (161 loc) · 5.37 KB
title
Fyrirlestur 1.1 — Kynning

Fyrirlestur 1.1 — Kynning

Vefforritun 1 — TÖL107G

Ólafur Sverrir Kjartansson, [email protected]


Hver er ég?

  • Fikt á internetinu síðan 1997
  • BSc í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ 2007
  • Unnið á internetinu síðan 2007
  • Vinn í dag hjá Ueno.

Þið?

  • Hversu mörg ykkar hafa…
    • Skrifað HTML?
    • Skrifað CSS?
    • Skrifað JavaScript?
    • Unnið á vefnum?

  • Mismunandi reynsla í hópnum
  • Reyni að fara hægt—en ekki of hægt—og skilgreina allt
  • Gæti samt gleymt mér
    • Stoppið mig!
    • Spyrjið spurninga!

Ugla


Námskeiðslýsing

  • Grunnur í vefsmíði með áherslu á framenda
    • HTML, CSS og JavaScript
    • Staðlar, venjur og það sem þarf til að útbúa góða vefi
  • Hönnun, útlit og að vinna með hönnunarskjöl

  • Forritun í túlkaða forritunarmálinu JavaScript
    • Tenging þess við vafra og tól tengdum því
  • Verkefni felast í smíði vefja þar sem nýta skal það sem kennt er.

Hæfniviðmið

Nemendur sem ljúka þessu námskeiði geta:

  • Þróað aðgengilega og merkingarfræðilega góða vefi með HTML
  • Stýrt útliti vefs með CSS og kunnað skil á nýjustu straumum og stefnum í vefhönnun

  • Skilið og skrifað forrit sem nýta JavaScript til að auðga vefi
  • Skilið mun á framenda og bakenda og hvernig samskiptum þar á milli er háttað með HTTP

Kennsluáætlun

  • Tvær vikur HTML
    • Vefurinn og vefforritun, HTML
    • Element, merkingarfræði, aðgengi og SEO

  • Fjórar vikur CSS
    • Syntax, specificity og cascade, box model
    • Visual formatting, letur og texti, flexbox, grid
    • Skalanlegir vefir og myndir, DevTools, grid
    • Kvikun, hönnun, CSS í stærri verkefnum

  • Tvær vikur CLI og git
    • NPM og tól til auðvelda okkur vinnu
    • Git og GitHub

  • Fimm vikur JavaScript
    • Breytur, gagnatög, stýriskipanir
    • Forritun á vef, DOM og atburðir, einingar
    • Villumeðhöndlun, reglulegar segðir, fallaforritun
    • Forritun á vef, samskipti og HTTP(S)
  • Ein vika fyrir samantekt og upprifjun

Samskipti


Slack


  • Notum rásir til að ræða málin
    • #verkefni fyrir fyrirspurnir og aðstoð við verkefni
    • #fyrirlestrar fyrir fyrirspurnir varðandi fyrirlestra og efni
    • #random fyrir allskonar
  • Í hópverkefnum er mjög gott að búa til prívat slack rás til að eiga í samskiptum

English

  • This course is taught in Icelandic
  • If there are foreign students in the group the final exam will be both in icelandic and english

Eldri námskeið


Fyrirlestrar

  • Mánudögum kl. 15:00 í N-132
  • Þrír fyrirlestrar í röð
  • Stefni á að taka alla upp

Dæmatímar

  • Hópaskipting og upplýsingar um dæmatímakennara á Uglu
    • Mun liggja fyrir seinna í þessari viku
  • Ef þú vilt skipta um dæmatímahóp skaltu finna einhvern til að skipta við

Verkefni

  • Byggja á raunverulegum verkefnum sem ég hef unnið
  • Geta verið tímafrek en besta leiðin til að læra er að gera
  • Klárað er betra en fullkomið

  • 12 verkefni í heildina
  • 10 smærri
  • Tvö hópverkefni

Smærri verkefni

  • Sett fyrir og kynnt í fyrirlestri
  • Skilað ca. viku seinna
  • 8 bestu gilda 3,5% hvert, samtals 28%
  • Megið ræða saman um verkefni en skrifið ykkar eigin lausn

Hópverkefni

  • Tvö stærri verkefni, gilda 11% hvort
  • Skilað ca. tveim vikum seinna
  • Verkefni unnin í hópum, 2-3 saman
    • Hugbúnaðargerð er sjaldnast einstaklingsvinna
    • Notum git og GitHub

  • Sett fyrir
    • Fyrra í lok september – skalanlegur vefur
    • Seinna í lok október – skalanlegur vefur með JavaScript virkni

Verkefnaskil

  • Verkefnum og einkunnum fyrir þau er skilað í gegnum Uglu
    • „Verkefni og hlutapróf“
  • Lesið leiðbeiningar og skilið öllu því sem beðið er um

Kennslubók


Miðmisserispróf

  • Ekkert miðmisserispróf í áfanganum

Lokapróf

  • Lokapróf mun verða svipað og seinustu ár
    • Krossaspurningar
    • Forritunarspurningar
    • Ritgerðarspurningar
  • Nánar um það seinna

Einkunn

  • Verkefnahluti gildir 50%
  • Lokapróf gildir 50%
  • Ná verður bæði verkefnahluta og lokaprófi með lágmarkseinkunn 5

Mæting

  • Engin skyldumæting
  • En… mæting mun skila sér í betri einkunn